Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 15. apríl 2019

Mánudaginn 15. apríl kom hreppsnefnd saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir: Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón, Elísabet í stað Jakobs

1. Forvarnaáætlun vegna kynbundins áreitis 2019-2023 og Jafnréttisáælun Borgarfjarðarhrepps 2019-2023.
Á fundi Jafnréttisnefndar Borgarfjarðarhrepps 07.03.2019 var sett fram jafnréttisáætlun ásamt forvarnaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp. Einnig var fjallað um skipulag móttöku nýrra íbúa.
Jafnréttisáætlunin borin upp og samþykkt einróma, verður sett á heimasíðu Borgarfjarðarhrepps.

2. RARIK samningur um götulýsingu.
Kynnt samningsdrög um yfirtöku Borgarfjarðarhrepps á götulýsingu frá Rarik. Sveitarstjóa falið að ganga frá málinu.

3. Bréf:
a. Eyþór og Steinunn, Eyþór vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Elísabet vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu samþykkt með tveim atkvæðum gegn einu.
Bréfið fjallar um meinta ágalla á úthlutun leiguíbúðar í Ásbrún 1.
Hreppsnefnd vill með þessari bókun biðja þau Eyþór og Steinunni afsökunar á lakri stjórnsýslu í þessu máli.
b. Oddviti um um lausagöngu búfjár í Loðmundarfirði. Málinu vísað til Landbúnaðarnefndar.
c. Jakob, um Fjallskilasamþykkt SSA. Málinu vísað til Landbúnaðarnefndar.
c. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerðir:
a. Skólanefnd 2.04.2019. Fundargerðin rædd og samþykkt.
b. SSA 12.03.2019.
Undir lið 7 önnur mál er birt bókun Hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps
frá 4. mars 2019. Hreppsnefndin óskar eftir því að stjórn SSA virði hana
svars.

1. Skýrsla sveitarstjóra, rætt um að kanna kostnað við að teikna fyrirhuguð hús fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl: 20:30

Jón Þórðarson ritaði

Lundamóttaka verður í Fuglaskoðunarhúsinu 25 apríl kl. 20:00

Getum við bætt efni þessarar síðu?