Þriðjudaginn 9. apríl kom hreppsnefnd saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Helga Erla í stað Eyþórs.
1. Umsóknir um leiguhúsnæði.
Tvær umsóknir liggja fyrir um íbúð í Ásbrún önnur frá Kjartani Ólasyni og Elísabetu Sveinsdóttur hin frá Eyþóri Stefánssyni og
Steinunni Káradóttur. Samþykkt að leigja Kjartani og Elísabetu með fjórum atkvæðum gegn einu.
2. Forvarnaáætlun vegna kynbundis áreitis 2019-2023 og Jafnréttisáælun Borgarfjarðarhrepps 2019-2023.
Frestað til næsta fundar.
3. Lindarbakki áætlun um viðgerð.
Minjastofnun hefur samþykkt viðgerðaráætlun fyrir Lindarbakka, Borgarfjarðarhreppur mun koma að verkinu.
4. Umsókn um tækifærisleyfi- Bræðslan 2019.
Borgarfjarðarhreppur gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
5. Atvinnuaukningarsjóður lánsumsóknir.
Helgi Hlynur vekur ahygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, samþykkt einróma.
Umsókn I frá Helga Hlyn Ásgrímssyni, sótt um kr. 800.000 til kaupa á Hfbjörgu NS 1. Umsóknin samþykkt enda liggi fyrir fullnægjandi veð.
Umsókn II frá Birni Kristjánssyni kr. 700.000 vegna húsbíls.
Umsóknin ekki talin samræmast reglum sjóðsins.
6. Málefni Borgar ehf.
Boðað er til hluthafafundar Borgar ehf samhliða næsta hreppsnefndarfundi.
7. Fjallskilasamþykkt Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Vísað til umfjöllunar í Landbúnaðarnefnd.
8. Erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóp Borgarfjarðar um gönguleið.
Um er að ræða hluta gönguleiðar milli Brúnavíkur og Breiðuvíkur, sveitarstjóra falið að leita eftir samþykki landeigenda.
9. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga 15.03.2019, lögð fram til kynningar.
b. Brunavarnir 19.03.2019, lögð fram til kynningar.
c. HAUST 26.03.2019, lögð fram til kynningar.
d. Hafnarsamband 22.03.2019, lögð fram til kynningar.
10. Skýrsla sveitarstjóra.
Farið yfir stöðu framkv. við Þjónustuhús.
Umsókn um stofnframlag farin til Íbúðalánasjóðs.
Fundi slitið kl: 20:30
Jón Þórðarson Ritaði