Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

7. fundur 30. mars 2019

Laugardaginn 30. mars kl. 13.00 kom hreppsnefnd saman til 7. fundar á árinu sem er aukafundur vegna umsóknar um stofnframlög frá Íbúðalánasjóði.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Eyþór boðaði forföll. Á fundinn mætti Ragna S. Óskarsdóttir sem hefur leitt starfshóp um húsnæðismál undanfarna mánuði.

1. Stofnframlög vegna íbúðabygginga, önnur umræða.
Farið yfir reglurnar með áorðnum breytingum og þær samþykktar einróma.

2 .Umsókn um stofnframlög frá Íbúðalánasjóði í apríl 2019.
Farið yfir umsókn um stofnframlag frá Íbúðalánasjóði fyrir tvö parhús með tveggja herbergja íbúð 50.8 m2 og þriggja herberga íbúð 63.4 m2 samtals 114.3 m2 hvort hús.

3. Borgarfjarðarhreppur samþykkir að sækja um 24% stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar leiguíbúða. Að fengnu samþykki Íls. mun Borgarfjarðarhreppur leggja fram 16% mótframlag af útreiknuðu stofnvirði íbúðanna.


4.Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 25.03.2019 lögð fram, rædd og samþykkt. Þar voru samþykktar tvær lóðir við Svínalæk sunnan Dagsbrúnar fyrir parhús, nefndar Lækjarbrún og Lækjargrund.

Fundi slitið kl: 14:30

Jón Þórðarson ritaði

Reglulegum fundi hreppsnefndar sem vera átti 1. apríl frestað til þriðjudagsins 9. apríl.

Getum við bætt efni þessarar síðu?