Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 18. mars 2019

Mánudaginn 18. mars kom hreppsnefnd saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Stofnframlög vegna íbúðabygginga.
Hreppsnefnd fór yfir reglur fyrir Borgarfjarðarhrepp um stofnframlög vegna íbúðabygginga í tengslum við umsókn til Íbúðalánasjóðs. 
Reglurnar samþykktar einróma og vísað til annarrar umræðu.
Farið yfir tillögu að lóðum fyrir tvö parhús sunnan við Dagsbrún, tillögunni vísað til Skipulags- og bygginganefndar.

2. Bréf:
Áfangastaðurinn Austurland úrbótaganga, vísað til
Umhverfisnefndar.

3. Fundargerðir:
a. Ársalir aðalfundur 12.03.2019, lögð fram til kynningar.
b. Verkefnisstjórnarfundur Betri Borgarfjarðar 11.03.2019, lögð fram til kynningar

4. Skýrsla sveitarstjóra
Ýmis mál rædd.

Fundi slitið kl: 19:30

Jón Þórðarson Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?