Mánudaginn 4. mars kom hreppsnefnd saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Elísabet í stað Jóns.
1. Fasteignagjöld 2019
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts 50% af Vinaminni og Lindarbakka.
2. Erindi frá Já sæll ehf
Helgi Hlynur vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt.
Erindið snýr að viðhaldi og endurbótum. Hreppsnefnd tekur vel í óskir um úrbætur. Stefnt á að koma upp fullnægjandi loftræstingu í eldhúsið fyrir sumarið.
3. Bréf:
Búnaðarfélag Borgarfjarðar ályktun um friðlýsingu:
Búnaðarfélagið beinir þeim tilmælum til hreppsnefndar að ekki verði hafin frekari undirbúningur að friðlýsingu Borgarfjarðarhrepps án samráðs við landeigendur einnig lýsti fundur Búnaðarfélagsins efasemdum um gagnsemi friðlýsingar til verndunar á sjaldgæfum plöntum.
4. Fundargerðir:
a. Svæðisskipulagsnefnd SSA 11.02.2019, lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband Íslands 15.02.2019, lögð fram til kynningar.
c. Stjórn SSA 19.02.2019, lögð fram til kynningar.
d. Aukaaðalfundur SSA 20.02.2019, lögð fram til kynningar.
Í ljósi fyrirhugaðra breytinga á stjórnarfyrirkomulagi SSA og samstarfi við Austurbrú telur hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps
eðlilegt að starf framkvæmdastjóra Austurbrúar verði auglýst laust til umsóknar.
e.Samband ísl. sveitarfélaga 22.02.2019, lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra.
Ýmis mál rædd.
Fundi slitið kl: 20:10
Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð er til 1. apríl.
Íbúðin Ásbrún 1 er laus til umsóknar.
Tekið verður við umsóknum til 28 mars.
Þar sem ekkert barn er skráð í leikskóla verður að óbreyttu lokað frá 1.júní.