Mánudaginn 18. febrúar kom hreppsnefnd saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.
1. Heimsókn frá Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun til að ræða friðlýsingar á grundvelli þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 2004. Fulltrúarnir kynntu mismunandi flokka og ferli friðlýsinga og ræddu möguleika á samstarfi við borgfirðinga.
2. Umsókn um útgáfustyrk frá bókaútgáfunni Hólum vegna bókar sem á að innihalda gamansögur frá Borgarfirði eystra.
3. Bréf:
a. Íbúðalánasjóður um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Borgarfjarðarhreppur hefur nú þegar skilað áætluninni.
4. Fundargerðir:
a. Framkvæmdaráð SSA 15.01.2019, lögð fram til kynningar.
b. Stjórn SSA 29.01.2019, lögð fram til kynningar.
c. Brunavarnir á Austurlandi 5.02.2019, lögð framtil kynningar.
d. Minjasafn Austurlands 6.02.2019, lögð fram til kynningar.
e. Svæðisskipulagsnefnd SSA 11.02.2019, lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Staðgreiðsluuppgjör 2018 kynnt. Farið yfir fjárfestingatölur síðustu ára.
Sameiningarmál ræd m.a. um hópavinnu.
Fundi slitið kl: 20:50
Jón Þórðarson ritaði