Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 04. febrúar 2019

Mánudaginn 4. febrúar kom hreppsnefnd saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Helga Erla í stað Eyþórs.

1. Erindi frá Kolbeini Ísak Hilmarssyni um leigu á flugvellinum.
Vegna þessa erindis er minnt á að Borgarfjarðarhreppur sendi bréf til ISAVIA 11.07.2016 og spurðist fyrir um áform ISAVIA með flugvöllinn.
Engin svör hafa borist þrátt fyrir ítrekanir.
Hreppsnefndin tekur vel í erindi Kolbeins og samþykkir að taka upp viðræður.

2. Auka aðalfundur SSA 11.02.2019. Málefni fundarins verður stjórnunarfyrirkomulag SSA og samstarf við Austurbrú.
Jón Þórðarson mætir á fundinn fyrir Borgarfjarðarhrepp.

3. Bréf:
a. Beiðni um fund frá aðstoðarmanni umhverfisráðherra. Fundarefnið er tillaga að friðlýsingu svæðisins frá Njarðvík að Loðmundarfirði byggir á Náttúruverndaráætlun 2004-2008 sem samþykkt var á Alþingi árið 2004.
b. Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið um framkvæmd áfangastaðaáætlana, með bréfinu er farið fram á áfangastaðáætlun Austurlands verði tekin fyrir í sveitarstjórn.

4. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga 25.01.2019, lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband Íslands 18.01.2019, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra, rætt um sameiningarmál, samgönguáætlun, minnkur í Hafnarhólma veldur áhyggjum.

Fundi slitið kl: 19:05

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?