Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 21. janúar 2019

Mánudaginn 21. janúar kom hreppsnefnd saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Húsnæðismál
Hópur um húsnæðismál hefur starfað undanfarnar vikur undir stjórn Rögnu Óskarsdóttur. Meðal annars var framkvæmd könnun um þörf fyrir nýtt félagslegt húsnæði á Borgarfirði.
Megin niðurstaða könnunarinnar er að það vanti minnst 2-4 litlar íbúðir (40-65 m2) fyrir ungt fólk og eða eldri borgara. Niðurstöður hafa verið ræddar nokkuð á tveim síðustu fundum Hreppsnefndar.
Hreppsnefnd samþykkir að sótt verði um almenn stofnframlög Íbúðaslánasjóðs fyrir tvö parhús. Íbúðirnar yrðu undir Eignasjóði eins og aðrar leiguíbúðir Borgarfjarðarhrepps.

2. Bréf:
a. Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.

3. Fundargerðir:
a. Skipulags og bygginganefnd 15.01.2019, á fundinum var fjallað um umsóknir um lóðir annars vegar við Bakkaveg og hinsvegar milli Laufáss og Borgar. Fundargerðin rædd og samþykkt
b. Stjórn SSA 8.01.2019, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um sameiningamál og vinnuna sem er í gangi.
Framkvæmdir, rætt um framkvæmdir við Höfnina.

Fundi slitið kl: 19:25

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?