Mánudaginn 7. janúar kom hreppsnefnd saman til 1. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.
1. Beiðni frá Vegagerðinni um stofnun vegsvæðis, samtals 39.900 fm, úr óskiptu landi Snotruness 1 landn. 157266 (25%), Snotruness 2 landn. 157265 (50%) og Framness landn.157235 (25%), vegna endurbyggingar Borgarfjarðarvegar í Borgarfjarðarhreppi. Fyrir liggur samþykki allra landeigenda við erindið og er hreppsnefnd samþykk fyrir sitt leiti.
2. Umsókn um lóð frá Árna Magnússyni.
Hreppsnefndinn vísar erindinu til Skipulags- og bygginganefndar og felur henni jafnframt að ganga frá skipulagi svæðisins í samráði við byggingafulltrúa.
3. Bréf:
a. Umhverfisstofnun, óskað eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd, sveitarstjóri tilnefndur.
4. Fundargerðir:
a. Framkvæmdaráð SSA 11.12.2018 og 20.12.2018, lagðar fram til kynningar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 14.12.2018, lögð fram til kynningar.
c. HAUST 13.12.2018, lögð fram til kynningar.
d. Héraðsskjalasafn, framhaldsaðalfundur og stjórnarfundur 12.12.2018, lagðar fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Ragna Óskarsdóttir mætti á fundinn og kynnti vinnu sem er í gangi vegna húsnæðismála.
Fundi slitið kl: 19.30
Jón Þórðarson ritaði