Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 04. nóvember 2019

Mánudaginn 4. nóvember 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Fjárhagsáætlun 2020
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 12. nóvember

2. Útsvarsprósenta 2020
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52% sem er hámarksálagning.

3. Fasteignagjöld 2020
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000- á íbúð, veitingasölur kr. 25.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu. Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000- FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt samhljóða.

4. Skipun þriggja fulltrúa og þriggja til vara í undirbúningsstjórn vegna stofnunar nýs sveitarfélags í samræmi við 122. gr. sveitarstjórnarlaga.
Fulltrúar verða:
Jakob, Jón og Helgi til vara Jón Sigmar, Eyþór og Elísabet.

5. Starfsleyfistrygging vegna urðunarstaðar á Brandsbölum.
Farið yfir drög að starfsleyfi fyrir urðunarstað á Brandsbölum frá Umhverfisstofnun og eftrirfarandi tillaga lögð fram:
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðarins að Brandsbölum sbr. 43.gr. laga nr. 55/2003 sbr. lög nr. 58/2011. Borgarfjarðarhreppur lítur svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 41. gr. laga nr. 55/2003 sbr. lög nr.58/2011 og sbr. 17. gr. reglugerðar nr. 739/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í allt að 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.
Samþykkt samhljóða.

6. Byggðakvóti 2019/2020
Hreppsnefnd samþykkir að sækja um byggðakvóta fiskveiðiárið 2019-2020.

7. Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaráætlun 2020-2024
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir megnri óánægju með seinkun framkvæmda á Borgarfjarðarvegi Eiðar- Laufás.

8. Umsókn um lausa íbúð í Breiðvangi 1.
Eyþór vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir lið átta og var það samþykkt og vék hann af fundi.
Ein umsókn hefur borist, samþykkt að leigja Eyþóri og Steinunni íbúðina.

9. Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði SSA.
Samþykktin borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.

10. Fundargerðir
a. Samband ísl. sveitarfélaga 25.10.2019, lögð fram til kynningar
b.Skipulags og bygginganefnd 30.10.2019. Fundargerðin rædd og samþykkt en bent á að huga verði vel að vegi og bílastæðum í skipulagsvinnu svæðisins. Lóðinni Bakkavegi 3 var úthlutað.
c. Hafnarsamband 18.10.2019, lögð fram til kynningar.
d. HAUST 15.10.2019, lögð fram til kynningar.

11. Bréf . Bréf frá Tré lífsins til kynningar á þeirra starfsemi.

12. Skýrsla sveitarstjóra.
Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað stofnframlagi frá Íbúðalánasjóði til byggingar leiguíbúða í tveimur parhúsum. Verðkönnun hefur verið send út.

Fundi slitið kl: 19:40

Jón Þórðarson ritaði 

Getum við bætt efni þessarar síðu?