Mánudaginn 2. september 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 15. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.
Tilaga að dagskrárbreytingu liður eitt færist aftur fyrir og verði nr. 7 aðrir liðir færist fram sem því nemur. Smþykkt einróma.
1.Kostnaður vegna Borgarfjarðarvefs.
Samþykkt kostnaðarþáttaka kr. 316.951 við endurnújun vefsins.
2. Stuðningur vegna íþrótta og tómstunda barna. Jón Sigmar vakti athygli á hugsanleguvanhæfi sínu, samþykkt samhljóða.
Samþykkt að taka þátt kostnaði foreldra vegna vegna æfingagjalda og aksturs í önnur sveitarfélög. Fyrst um sinn kr. 100.000 á önn fyrir börn á grunnskólaaldri og kr. 50.000 á leikskólaldri, gert upp í lok annar.
3. Framtíðarþing um farsæla öldrun á Austurlandi.
Sótt um stuðning við Framtíðarþingið, samþykkt að stiðja þingið um kr. 30.000
4. Fundargerðir:
a. Skipulags og bygginganefnd 28.08.2019.
Sót um lóð á Bakkavegi 5. Stofnaðar lóðirnar Tunguhóll og Tunga. Umsókn um lóðina Tunguhóll. Blábjörg, umsókn um lóðastækkun vegna aukinna umsvifa.
Fundargerðin rædd og samþykkt.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 21.08.2019, lögð fram til kynningar.
5. Bréf:
a. Hjólreiðar á einkalöndum
Bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéaðs varðandi hjólreiðar á gönguleiðum. Samþykkt að funda með landeigendum og hagsmunaaðilum.
6.Skýrsla
Búið að opna rafræna gátt á heimasíðunni fyrir byggingaleyfi.
Aðalfundur SSA verður á Borgarfirði 11-12 október.
7. Ásbrún 2.
Eyþór vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, samþykkt samhljóða.
Umsóknir um Ásbrún 2 eru tvær. Annarsvegar frá Friðgerði Ósk Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi og Sigurþór Pálssyni, hinsvegar frá Eyþór Stefánssyni og Steinunni Káradóttur.
Ákveðið að úthluta Friðgerði og Sigurþóri íbúðinn.
Fundi slitið kl: 21.00
Jón Þórðarson ritaði