Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

16. fundur 16. september 2019

Mánudaginn 16. september 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 16. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Borgarfirði.
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Borgarfirði var auglýst þ. 25. júlí sl. og var frestur til að skila athugasemdum til 9. september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Deiliskipulagið samþykkt einróma.

2. Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Hreppsnefnd telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Hreppsnefnd lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt
í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

3. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga 30.08.2019, lögð fram til kynningar.
b. HAUST 03.09.2019, lögð fram til kynningar.
4. Skýrsla
Framkvæmdir, farið yfir stöðu framkvæmda. Rætt um sjávarútvegsmál, starfsmannamál o.fl.

Fundi slitið kl: 19.20

Jón Þórðarson ritaði 

Getum við bætt efni þessarar síðu?