Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

18. fundur 21. október 2019

Mánudaginn 21. október 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 18. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Jafnréttisáætlun Borgarfjarðarhrepps 2019-2024
Farið yfir áætlunina og hún samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.

2. Kaup á dráttarvél
Ákveðið að kaupa notaða New Holland T6.160 frá Kraftvélum að því gefnu að hún standist söluskoðun. Verð á henni án vsk. er kr. 7.290.000 en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr 5.000.000 árið 2019 og kr. 5.000.000 árið 2020.

3. Tillaga Vegagerðarinnar um breytingu á hámarkshraða í þorpinu.
Hámarkshraði í þorpinu verður 40 km/klst eftir breytinguna og sett verður upp bros/fýluviðvörun við aðkomu að þorpinu.

4.Bílastæði fyrir fatlaða við búðina.
Erindi frá Gusu ehf. um að koma fyrir bílastæði fyrir fatlaða milli Búðarinnar og Fjarðarborgar. Hreppsnefnd tekur vel í erindið.

5.Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar á Borg og í Sjávarborg frá sýslumanni.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við leyfi fyrir Sjávarborg en vísar til umsagnar Brunavarna á Austurlandi frá 27.08.2019 varðandi Borg.

6. Fundargerðir:
a. Brunavarnir 15.102019. Lögð fram til kynningar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 27.09.2019. Lögð fram til kynningar
c. Skipulags og bygginganefnd 21.10.2019. Eyþór vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir 1. lið í fundargerðinni. Borið upp og samþykkt samhljóða og vék hann af fundi.
Í fundargerðinni eru m.a. fjórar lóðaumsóknir og ein umsókn um lóðarstækkun.
Nauðsyn er á ákveðinni skipulagsvinnu til að verða við þessum óskum. Hreppsnefnd er sérstaklega ánægð með þann framkvæmdavilja sem í þessu felst enda til þess fallið að auka bjartsýni í samfélaginu.

7. Skýrsla
Umsókn Borgarfjarðarhrepps um stofnframlög til bygginga leiguíbúða frá Íbúðalánasjóði hefur ekki verið afgreidd en von er um afgreiðslu innan skamms. Fáist jákvætt svar er hreppsnefnd einhuga um að ráðast í byggingu tveggja parhúsa.

Fundi slitið kl: 19:40

Jón Þórðarson ritaði

Minnt er á sameiningarkosningar sem fram fara 26.10 hreppsnefnd hvetur íbúa til að nýta atkvæðisrétt sinn.

Getum við bætt efni þessarar síðu?