Mánudaginn 7. október 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón, Elísabet í stað Jakobs.
Tillaga að dagskrárbreytingu: Við bætast nýir liðir 5 og 6, skýrslan verður liður 7. Samþykkt einróma.
1. Lóðamál.
Umsókn hefur borist um lóðina Tungu. Hreppsnefnd vísar málinu til Skipulags- og bygginganefndar.
2. Umsókn um leigu í Fjarðarborg.
Samþykkt að leigja Gusu umbeðið rými í Fjarðarborg.
3. Gæludýr í leiguíbúðum Borgarfjarðarhreps.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila gæludýr í íbúðum hreppsins enda verði sett viðunandi trygging.
4. Fundargerðir.
Minjasafn Austurlands 05.09.2019, lögð fram til kynningar.
5. Kjörskrá vegna sameiningarkosninga.
Kjörskrárstofn hefur ekki borist, hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara kjörskrá þegar hún berst.
6. Gamli leikskólinn.
Íslenskur dúnn ehf. óskar eftir að kaupa gamla leikskólann undir sína starfsemi. Hreppsnefnd samþykkir að selja húsið enda verði það eingöngu nýtt til atvinnustarfsemi. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.
7.Skýrsla
Rætt um komandi SSA þing í Fjarðarborg. Stefnt að kaupum á dráttarvél fyrir Áhaldahús en
Zetorinn er ónýtur.
Fundi slitið kl: 19.10
Jón Þórðarson ritaði
Íbúðin Breiðvangur 1 er laus til umsóknar, umsóknarfrestur til 30.október.