Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 22. janúar 2018

Mánudaginn 22. janúar 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón.

1. Leikskóli sumarlokun.
Hreppsnefnd ræddi sumarlokun á leikskólanum og sér ekki ástæðu til að lengja lokunartímann að svo stöddu, kanna má breytta tímasetningu.

2. Austurbrú birtingaráætlun 2018.
Birtingaráætlun um markaðssetningu Austurlands, kostnaður Borgarfjarðarhrepps vegna þátttöku í verkefninu er áætlaður kr. 231.250. Hreppsnefndin samþykkir verkefnið.

3. Samgöngumál.
Farið yfir vinnu sem sem fram hefur farið vegna samgöngumála síðastliðið ár, vegamál, ljósleiðara og hafnarmál. Meðal annars samskipti við yfirvöld samgöngumála. Með fundargerðinni fylgir minnisblað sem oddviti afhenti samgönguráðherra á fundi 17. janúar síðastliðinn.

4. Bréf:
a. Fjallskil í Loðmundarfirði o.fl. Erindi vegna útigöngu fjár.
Hreppsnefndin tekur undir áhyggjur sem fram koma í bréfinu og vill leita frekari gagna málið tekið fyrir á næsta fundi.

5. Fundargerðir:
a. Félagsmálanefnd 16.01.2018, lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir stöðu mála við höfnina og í Þórshamri.

Fundi slitið kl. 18.50

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?