Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 05. febrúar 2018

Mánudaginn 5. febrúar 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón, Bryndís í stað Jakobs.

1. Samningur um verkefnið Brothættar byggðir.
Samningsdrög lögð fram og rædd.

2. Viðauki við samning um félagsþjónustu og barnavernd, vegna
innleiðingar sænska módelsins. Einróma samþykkt að taka þátt í verkefninu.

3. Bréf:
a. Sveitarstjónarráðuneytið um samstarfssamninga sveitarfélaga, þessu erindi verður svarað sameiginlega af sveitarfélögum á Austurlandi.
b. Helgi Sigurðsson vegna samgöngumála. Helgi leggur til að safnað verði undirskriftum til stuðnings úrbóta á Borgarfjarðarvegi.
Hreppsnefndin tekur það til athugunar.

4. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband Íslands 22.01.2018, lögð fram til kynningar.
b. SSA 22.01.2018, lögð fram til kynningar.
c. Brunavarnir á Austurlandi 31.01.2018, lögð fram til kynningar.
d. Ársalir 31.01.2018, lögð fram til kynningar.
e. SvAust 29.01.2018, lögð fram til kynningar.
f. Samstarfsnefnd 29.01.2018, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdir ganga þokkalega við höfnina. Rætt meðal annars um húsnæðismál og lausagöngu í Loðmundarfirði.

Fundi slitið kl. 18.55

Jón Þórðarson ritaði

Íbúaþing verður haldið í Fjarðarborg laugardag 10. feb. frá 11:00- 16:00 og sunnudag 11. feb. frá 11:00-15:00, íbúar eru hvattir til að mæta.

Getum við bætt efni þessarar síðu?