Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 19. febrúar 2018

Mánudaginn 19. febrúar 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón, Bryndís í stað Jakobs. Í upphafi fundar voru bornar upp tillögur að dagskrár breytingu. Í fyrsta lagi erindi frá Samstarfsnefnd á svæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um skoðanakönnun, í öðru lagi málefni Fjarðarborgar. Tillögurnar samþykktar og verða málin nr. 2 og nr. 3 aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

1. Betri Borgarfjörður
Íbúaþing var haldið helgina 10. og 11. febrúar. Fréttatilkynning hefur verið send út og m.a. verið birt á heimasíðu
Borgarfjarðarhrepps. Næst liggur fyrir að ráða verkefnisstjóra, og hefjast handa við úrvinnslu á hugmyndum íbúa.

2. Skoðanakönnun samstarfsnefndar
Samþykkt einróma að taka þátt í skoðanakönnun samstarfsnefndar á svæði félagsþjónustu Fljótsdalshérað um: Sameiningu- aukið samstarf. Öllum íbúum 16 ára og eldri gefst kostur á að taka þátt í könnuninni sem verður póstkönnun.

3. Málefni Fjarðarborgar
Rætt um útistandandi kröfur Fjarðarborgar sem ekki hafa innheimst síðustu árin. Samþykkt að fella niður kröfur sem mynduðust á fyrri eigendur við yfirtöku Borgarfjarðarhrepps.

4. Bréf:
Mast 07.02.2018. Eftirlegukindur í Loðmundarfirði
Farið er fram á að Borgarfjarðarhreppur sæki eftirlegukindur í Loðmundarfjörð, eða láti „skjóta“ þær ella. Kannað hvaða leiðir
eru færa til að verða við fyrirmælum Mast.

5. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga 26.01.2018, lögð fram til kynningar.
b. HAUST 7.02.2018, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Staðgreiðsla 2017 var á áætlun. Ársreikningur Fjarðarborgar kynntur.

Fundi slitið kl. 19.08 Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?