Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 05. mars 2018

Mánudaginn 5. mars 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón.

1. Verkefnislýsing svæðisskipulags Austurlands
Hreppsnend Borgarfjarðarhrepps samþykkir að fyrirliggjandi verkefnislýsing verði send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnar
aðilum.

2. Fasteignagjöld 2018
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af Vinaminni 50%.

3. Bréf:
Brunabót 11.02.2018 Styrktarsjóður EBÍ 2018, auglýsing um styrki til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga.

4. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga 23.02.2018, lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd 20.02.2018, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um lausagöngufé í Loðmundarfirði og fyrirhugaðar aðgerðir til að ná því.

Samþykkt að senda Vegagerðinni erindi vegna vegarins að Bátahöfninni með beiðni um úrbætur.

Fundi slitið kl. 19.20

Jón Þórðarson ritaði

Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð er til 1. apríl.

Getum við bætt efni þessarar síðu?