Mánudaginn 19. mars 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón.
1. Þórshamar, lántaka og útleiga.
Í fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps vegna 2018 er gert ráð fyrir lántöku vegna kaupa og endurnýjunar Þórshamars að upphæð þrettán milljónir. Í ljós hefur komið aukin þörf á viðhaldi vegna rakaskemmda, kostnaður vegna þessa stefnir í 5 milljónir. Ákveðið að sækja um lán að upphæð 18 milljónir. Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við Þórshamar og verða íbúðirnar fljótlega auglýstar til leigu.
2. Umsögn um stofnun lögbýlis út úr Njarðvík 1.
Jón Þórðarson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu í þessu máli og var það samþykkt með fjórum atkvæðum.
Hreppsnefnd Borgarfjarðar hefur fyrir sitt leyti ekkert við stofnun lögbýlis á Hvannagilsmóum að athuga.
3. Héraðsskjalasafnið, beiðni um viðbótarframlag vegna uppgjörs við
Brú lífeyrissjóð. Hlutur Borgarfjarðarhrepps er kr. 11.398, samþykkt að verða við beiðninni.
4. Fundargerðir:
a. Minjasafn Austurlands 01.02.2018, fundargerðinni fylgir bréf vegna uppgjörs við Brú, hlutur Borgarfjarðarhrepps kr. 74.252,
samþykkt að greiða upphæðina.
b. Ársalir 21.02.2018, lögð fram til kynningar.
c. Ársalir 08.03.2018, lögð fram til kynningar.
d. Ársalir aðalfundur 08.03.2018, lögð fram til kynningar.
e. Hafnarsamband 26.02.2018, lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra. Farið yfir fund Samgönguráðs á
Egilsstöðum,þar sem oddviti reifaði mál Borgarfjarðarhrepps. Staða framkvæmda við bátahöfnina og Þórshamar rædd. Fyrirhuguð lagning ljósleiðara kynnt.
Fundi slitið kl. 19.00 Jón Þórðarson ritaði