Þriðjudaginn 3. apríl 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 7. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón.
1. Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Geitland. Komið hefur verið til móts við athugasemdir sem Skipulagsstofnun gerði við fyrri tillögur og gerðar viðeigandi breytingar á tillögunum. Hreppsnefnd samþykkir að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillögurnar. Samþykkt einróma.
2. Deiliskipulag hafnarsvæðis við Hafnarhólma.
Málinu frestað vegna seint innkominnar athugasemdar.
3. Fundargerðir
a. Samband ísl. Sveitarfélaga 23.03.2018, lögð fram til kynningar.
b. HAUST 19.03.2018, lögð fram til kynningar.
4. Skýrsla Sveitarstjóra
Farið yfir bréf frá Birni Kristjánssyni. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannasstaða, Borgarfjarðarhreppur fær kr. 76.800.000 vegna þjónustuhúss við höfnina. Atvinnuaukningarsjóður, engin umsókn barst.
Fundi slitið kl. 19.00
Jón Þórðarson ritaði
Íbúðir í Þórshamri lausar til leigu frá 1. júní.