Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 16. apríl 2018

Mánudaginn 16. apríl 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur, Helga Erla og Jón, einnig  sat Magnús Jónsson endurskoðandi fundinn undir lið 1.

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2016 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp og var hann samþykktur einróma.

2. Fundargerðir:
a. Brunavarnir 10.04.2018. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Samstarfsnefnd 06.04.2018. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
a. Félagsmálanefnd 29.03.2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf:
Vegagerðin, lagfæringar á Hafnarvegi

4. Skýrsla sveitarstjóra
Þórshamar umsóknir liggja fyrir um báðar íbúðirnar.

Fundi slitið kl. 19.00

Jón Þórðarson Ritaði

Lundamóttakan 2017 verður á sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 19.30 í Lundabúð Hafnarhólma allir velkomnir.

Getum við bætt efni þessarar síðu?