Mánudaginn 7. maí 2018 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helga Erla, Helgi Hlynur og Jón, ásamt Bryndísi varamanni.
Lögð fram tillaga að dagskrárbreytingu, Þórshamar lántaka verður liður nr. 4 aðrir liðir færast aftar sem því nemur, samþykkt einróma.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2017 síðari umræða.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 130,8 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 119,6 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,45% en lögbundið hámark með álagi er 0,625%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en
lögbundið hámark með álagi er 1,65% .
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 9,2 millj. kr., en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 13,3 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok
2017 var jákvætt um 283,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 261,7 millj. kr.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2017 borinn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma. Reikningurinn liggur frammi á Hreppsstofu og verður birtur á heimasíðunni.
2. Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga
Kjörskrárstofn hefur ekki borist, hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara kjörskrá þegar hún berst.
3. Hreppsnefndarlaun
Ákveðið að hækka þóknun hreppsnefndarmanna um kr. 2000 í kr. 12.000 fyrir fundinn. Breytingin tekur gildi við upphaf nýs kjörtímabils.
4. Þórshamar lántaka
Í fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps fyrir 2018 er gert ráð fyrir lántöku vegna kaupa og endurbyggingar Þórshamars að upphæð kr.18.000.000. Fyrir liggur tilboð frá viðskiptabanka hreppsins, Landsbankanum um 18 m.kr. til 30 ára.
Hreppsnefndin samþykkir að taka lánið, trygging fyrir láninu er 1 vr. Í fasteigninni Þórshamar fmno. 217-4571.
5. Umsögn um umsókn rekstrarleyfis Álfacfé.
Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.
6. Umsögn um tækifærisleyfi- Bræðslan 2018
Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.
7. Erindi frá Birni og Maríu um leyfi til ræktunar á grænmeti í landi Borgarfjarðarhrepps við Kjóahraun. Samþykkt að leyfa þeim að rækta á einum til tveimur hekturum lands á svæðinu. Hreppsnefnd sér ekki fært að svara fleiri atriðum í erindinu vegna ónógra upplýsinga.
8. Erindi frá vatnworks vegna samnings um vatnstöku. Sveitarstjóra falið aðganga frá samningnum í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
9. Fundargerðir:
a. 163. fundur Félagsmálanefndar 17.04.2018, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Skólaskrifstofa framkvæmdastjórn 18.04.2018, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Minjasafns Austurlands 1.02.2018 ásamt bréfi frá 2.03.2018, fundargerðin lögð fram til kynningar
d. Samband ísl. sveitarfélaga 27.04.2018, fundargerðin lögð fram til kynningar.
e. Fundargerðir Hafnarsambands 19.03.2018 og 23.04.2018, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
10. Skýrsla sveitarstjóra
Ályktun um strandveiðar.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hvetur hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson til að taka nú þegar af allan vafa með að nógar aflaheimildir verði tryggðar til strandveiða svo ekki komi til veiðistöðvunar strandveiða í sumar. Þannig að 12 veiðidagar verði tryggðir alla 4 mánuði strandveiði tímabilsins, maí til ágúst.
Ákvæði í lögum um heimild til stöðvunar veiða leiðir óhjákvæmilega til spennu við veiðarnar og ógætilegrar sjósóknar. Stöðvun veiða hefði einnig veruleg neikvæð áhrif á alla vinnu tengda sjósókn og fiskvinnslu á Borgarfirði.
Sagt frá aðalfundi veiðifélags Fjarðarár sem haldin var í liðinni viku. Þar var samþykkt að Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps tilnefndi einn stjórnarmann fyrir næsta starfsár. Heppsnefndin samþykkir að tilnefna Guðmund Magna Bjarnason sem fulltrúa í stjórn Veiðifélags Fjarðarár.
Fundi slitið kl. 19.50 Jón Þórðarson Ritaði