Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 03. september 2018

Mánudaginn 3. september 2018 kl: 17 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 13. fundur hreppsnefndar á árinu. Mættir: Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1.Ráðning skólastjóra.
Ráðningarsamningur við Sigþrúði Sigurðardóttur til eins árs samþykktur.

1. Heimsókn forseta Íslands.
Farið yfir fyrirhugaða heimsókn forseta Íslands.

2. Styrkbeiðni frá Eiðavinum vegna heimildamyndar.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000

3. Styrkumsókn Ólafíu Herborgar Jóhannsdóttur vegna útgáfu Stakkahlíðarsögu.
Hreppsnefnd samþykkir að kaupa minnst fimm eintök þegar bókin er komin út.

5. Fundargerðir:
a.Félagsmálanefnd 27.08.2018, lögð fram til kynningar.
b.Skólanefnd 18.07.2018, lögð fram til kynningar.
c.SSA 17.08.2018, lögð fram til kynningar.

6. Bréf:
a. Frá Héraðsskjalasafninu
Yfirferð á skjalavörslu í kjölfar nýrra laga um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga.

7. Skýrsla / önnur mál.
Húsnæðismál, rætt um ýmsar leiðir í húsnæðismálum. Hreppsnefnd vill gjarnan vinna að bygginga- og
framkvæmdaáætlun innan verkefnisins Betri Borgarfjörður.

Framkvæmdir, búið aðsenda út verðkönnun vegna lagningar ljósleiðara í sveitina.

Fundi slitið kl. 20.20.

Jón Þórðarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?