Mánudaginn 17. september 2018 kl: 17 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 14. fundur hreppsnefndar á árinu. Mættir: Jakob, Helgi Hlynur, Jón, Eyþór og Elísabet í stað Jóns Sigmars.
1.Fulltrúar í Svæðisskipulagsnefnd.
Þorsteinn Kristjánsson og Eyþór Stefánsson verða fulltrúar,
Elísabet Sveinsdóttir og Jón Þórðarson til vara.
2.Framkvæmdaleyfi vegna Borgarfjarðarvegar.
Hreppsnefnd samþykkir leyfi fyrir sitt leyti vegna framkvæmda á Borgarfjarðarvegi, Ytri Hvannagilsá-Njarðvíkurskriður.
3. Erindi frá Vegagerðinni. Afgreiðslu frestað.
4. Fundargerðir:
a.Hafnarsamband 27.08.2018, lögð fram til kynningar.
b.Minjasafn Austurlands 27.08.2018, lögð fram til kynningar.
c.Samband íslenskra sveitarfélaga 31.08.2018, lögð fram til kynningar.
1. Skýrsla / önnur mál.
Rætt um húsnæðismál þar með talið þátttöku í tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánasjóðs.
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps tók þátt í fundi með fulltrúum Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs um mögulegar sameiningaviðræður sveitarfélagana í kjölfar könnunar síðastliðið vor.
Fundi slitið kl. 19.25
Jón Þórðarson
ritaði fundargerð.