Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

16. fundur 15. október 2018

Mánudaginn 15 október 2018 kl: 17 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 15. fundur hreppsnefndar á árinu. Mættir: Jakob, Helgi Hlynur, Jón Sigmar, Eyþór og Elísabet í stað Jóns Þórðarsonar.

1. Húsnæðismál – Ragna Óskarsdóttir mætti.
Ragna kynnir hvaða möguleika Borgarfjarðarhreppur eigi gagnvart húsnæðismálum.
Hreppsnefnd samþykkir einróma að halda áfram vinnu við undirbúning byggingar
almennra leiguíbúða samkvæmt reglum Íbúnaðalánasjóðs um stofnframlög ríkis og
sveitarfélaga. Könnun um þörf á húsnæði verður gerð fljótlega.

2. Minnisblað um mögulega sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að skipa 2 fulltrúa og 2 til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.

Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli niðurstöðu skoðunarkönnunar á meðal íbúa umræddra sveitarfélaga er framkvæmd var á vordögum 2018 en niðurstöður hennar sýndu vilja íbúa til sameiningar. Horft er til þess m.a. að sameining muni leiða til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum líkum á að ná árangri í áherslum í byggða- og samgöngumálum er unnið hefur verið að árum saman.

Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili niðurstöðum til sveitarfélaganna þannig að hægt verði að leggja þær fyrir íbúa þeirra til ákvörðunar fyrir lok árs 2019 en samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu tímaramma og endurskoða hann eftir því sem verkefninu vindur fram. 

Fulltrúi Fljótsdalshéraðs skal boða samstarfsnefndina saman til fyrsta fundar.

Tilnefndir voru Jakob Sigurðsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson, varamenn Jón Þórðarson og Eyþór Stefánsson.

3. Erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda í Breiðuvík.
Hreppsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir sitt leyti.

4. Fundargerðir:
a. 3. fundur SSA 21.09.2018
b. 4.fundur SSA 29.09.2018
c. 49. Fundur Brunavarna á Austurlandi, 25.09.2018
Lagðar fram til kynningar.

5. Skýrsla / önnur mál.
a. Framkvæmdir.
Farið yfir stöðu framkvæmda.

Fundi slitið kl. 19:50

Jakob Sigurðsson
ritaði fundargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?