Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

18. fundur 05. nóvember 2018

Mánudaginn 5. nóvember 2018 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 18. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Eyþór, Helgi Hlynur og Jón

1. Fjárhagsáætlun 2019
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 15. nóvember.

2. Útsvarsprósenta 2019
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52% sem
er hámarksálagning.

3. Fasteignagjöld 2019
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000- á íbúð, veitingasölur kr. 25.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu. Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld:
Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000- FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt einróma.

4. Borg ehf
Tekin er ákvörðun um innlausn hlutafjár í félaginu Borg ehf. Borgarfjarðarhreppur er eigandi að 99,98% hlutafjár. Lagt er til að bjóða Einari Vilhjálmssyni, hluthafa að 0,02% af heildarhlutafé félagsins sem
nemur um kr. 3.604.100,- að nafnverði, greiðslu að fjárhæð kr. 25.000,- fyrir framsal á 721 hlut í félaginu Borg ehf. Innlausnarverð er því ákveðið kr. 34,67 pr. nafnverðshlut.

Engin starfsemi hefur verið í félaginu undanfarin ár og hefur stjórn félagsins fyrirætlanir um að leggja félagið af. Stjórn félagsins er upplýst um ákvörðunina og er samþykk henni.

Ákveðið er að veita KPMG ehf. umboð til að annast innlausnarferlið fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps og mun Jónas Rafn Tómasson, lögmaður, annast það. Ferlið skal fara fram hið fyrsta.

5. Könnun á húsnæðisþörf

6. Fundargerðir.
a. Samband ísl. sveitarfélaga 10.10.2018, lögð fram til kynningar.
b. Skipulafgs og bygginganefnd 23.10.2018
c. Félagsmálanefnd 23.10.2018, lögð fram til kynningar.
e. Framkvæmdaráð SSA 23.10.2018
f. Svæðisskipulagsnefnd 5.10.2018
g. Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu 31.10.2018

6. Bréf
a. Einar Sigurður Sigursteinsson.
b. Landsbjörg

7. Skýrsla sveitarstjóra.
Upplýst um framkvæmdir.

Fundi slitið kl. 19.35

Jón Þórðarson ritaði 

Getum við bætt efni þessarar síðu?