Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 01. október 2018

Mánudaginn 1. október 2018 kl: 17 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 15. fundur hreppsnefndar á árinu. Mættir: Jakob, Helgi Hlynur, Jón Sigmar, Eyþór og Elísabet í stað Jóns Þórðarsonar.

1. Erindi frá Vegagerðinni.
Í erindinu óskar Vegagerðin eftir því að Borgarfjarðarhreppur sem landeigandi í Njarðvík afsali sér landi undir fyrirhugað vegsvæði. Oddvita falið að svara erindinu.

2. Samningur um lagningu ljósleiðara.
Ákveðið að taka tilboði Vökvaþjónustu Kópaskers, drög að verksamningi á grundvelli tilboðs kynnt hreppsnefnd.

3. Bréf frá VÍS.
Í ljósi þess að VÍS lokar útibúi sínu á staðnum var rætt um að leita tilboða hjá tryggingarfélögum.

4. Fundargerðir:
a. 12.fundur stjórnar SSA 06.09.2018
b. 1. fundur SSA 08.09.2018
c. 2. fundur SSA 12.09.2018
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

5. Skýrsla / önnur mál.
a. Húsnæðismál.
Sótt hefur verið um þáttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs.
b. Framkvæmdir.
c. Bréf persónuverndarfulltrúa

Fundi slitið kl. 19:00

Jakob Sigurðsson
ritaði fundargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?