Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

20. fundur 19. nóvember 2018

Mánudaginn 19. nóvember kom hreppsnefnd saman til 20. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Fjárhagsáætlun 2019, fyrri umræða með þriggja ára áætlun.
Áætlunin rædd, borin upp og samþykkt til annarrar umræðu.

2. Efling Egilsstaðaflugvallar fjárbeiðni.
Óskað eftir framlagi kr. 91.942 frá Borgarfjarðarhreppi. Samþykkt einróma.

3.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð.
Breytingarnar virðast ekki vera hagfelldar litlum sveitarfélögum, skoða
má reglugerðina á: https://samradsgatt.island.is/oll-mal

4. Fundargerðir:
a. HAUST 24.10.2018, lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband Íslands 24.10.2018, lögð fram til kynningar.
c. Héraðskjalasafn 12.11.2018 og 29.10.2018, lagðar fram til kynningar.
d. Starfshópur um sameiningu 12.11.2018, farið yfir tilboð í vinnu við sameiningarferli.

5. Bréf:
a. Stígamót, samþykkt framlag kr. 50.000.
b. Þjóðskrá, landfræðilegar upplýsingar sveitarfélaga, afhenda það sem til er.
c. Bókstafur e.h.f.,styrkbeiðni hafnað.
d. UÍA, framlag kr. 200 á íbúa samþykkt.

6. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl: 20.00

Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?