Mánudaginn 3. desember kom hreppsnefnd saman til 21. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Elísabet í stað Eyþórs.
1. Fjárhagsáætlun 2019 með þriggja ára áætlun 2020-2022 síðari umræða.
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 60.014
Framlög Jöfnunarsjóðs 41.176
Aðrar tekjur 39.193
Tekjur samtals 142.383
Gjöld 132.031
Fjármagnstekjur (1.689)
Rekstrarniðurstaða 8.664
Veltufé frá rekstri 20.649
Fjárfesting ársins 20.000
Helsta fjárfesting er Þjónustuhús við höfnina.
2. Byggðakvóti 2018/2019.
Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað 41 þorskígildistonni. Fiskistofa annast úthlutun samkvæmt gildandi reglum.
3. Fundargerðir
a. Skólaskrifstofa fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar 23.11.2018, lagðar fram til kynningar.
b. SSA 13.11.2018, lögð fram til kynningar.
c. Starfshópur um sameiningu 26.11.2018 og 20.11.2018, lagðar fram til kynningar.
d. Brunavarnir 23.11.2018, lögð fram til kynningar.
e. Héraðsskjalasafn aðalfundur 23.11.2018, lögð fram til kynningar.
1. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um málefni HSA.
Ragna Óskarsdóttir kom inn á fundinn og sagði frá húsnæðiskönnun sem unnin hefur verið á Borgarfirði.
Fundi slitið kl: 19.10
Jón Þórðarson
ritaði