Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 02. janúar 2017

Mánudaginn 2. janúar 2017 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 1. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Að vera valkostur, áfangaskýrsla Ásta Hlín og Óttar Már mættu á fundinn og fóru yfir stöðu verkefnisins. Ráða þarf í stöðu
verkefnisstjóra á næstunni.

2. Umsókn um leigu á landi frá Birni Kristjánssyni og Maríu Ásmundsdóttur. Óskað er eftir leigu á 18,75 ha. lands til
ræktunar og bygginga. Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að fylgja erindinu eftir.

3. Fundargerðir:
a. Skólanefnd 15.12.2016. Í 4. Lið er fjallað um lóð leikskólans og úrsérgengin leiktæki, hreppsnefnd mun huga að úrbótum í samráði við skólastjóra.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 16.12.2016, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra, endurgreiðsla vegna refa og minkaveiða 2016 er kr. 448.455.

Fundi slitið kl. 19.15

Jón Þórðarson
Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?