Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 16. janúar 2017

Mánudaginn 16. janúar 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón. Ólafur boðaði forföll, Helga Erla varamaður boðaði forföll.

1. Þórshamar Kaupsamningur.
Samþykkt að kaupa 75% hlut ríkisins í Þórshamri á kr. 4.500.000 samkvæmt kaupsamningi við Ríkissjóð Íslands. Hreppsnefnd samþykkir einnig að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á húsinu. Stefnt er að áframhaldandi útleigu íbúðanna.

2. Skýrsla Sveitarstjóra
Framkvæmdum lokið við höfnina og verkið nánast á áætlun.
Rætt um ljósleiðara mál, ferðamál o.fl.

Fundi slitið kl. 18.35

Jón Þórðarson
Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?