Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 06. febrúar 2017

Mánudaginn 6. febrúar 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Þjónustukönnun.
Óttar Már fór yfir niðurstöður þjónustukönnunar sem framkvæmd var síðastliðið haust.
Ákveðið að halda kynningarfund með íbúum í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. feb kl.19:00 boðið verður uppá súpu og brauð.

2. Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Austurlands.
Hreppsnefnd Borgarfjarðrhrepps gerir ekki athugasemd við reglurnar og samþykkir þær fyrir sitt leiti.

3. Beiðni frá sýslumanni um að færa gjöld á afskriftareikning.
Samþykkt að verða við beiðni sýslumanns.

4. Bréf

5. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband Íslands 23.01.2017
Lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd 25.01.2017
Lögð fram til kynningar.
c. Skipulags og bygginganefnd 27.01.2017
Farið yfir fundargerðina. Þar sem m.a. kemur fram að Vegagerðin gerir athugasemd við staðsetningu skilta.
Hreppsnefnd vill í framhaldinu leita samstarfs við Vegagerðina um þetta og aðrar vegamerkingar í Borgarfjarðarhreppi.
d. Samband ísl. sveitarfél. 27.01.2017
Lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um framkvæmdir ársins. Farið yfir stöðu ljósleiðaramála, ákveðið að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið kl. 19.50 Jón Þórðarson Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?