Mánudaginn 20. febrúar 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, Helga Erla í stað Ólafs.
1. Fasteignagjöld 2017
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af Vinaminni 50%.
2. Erindi frá sýslumanni, tækifærisleyfi vegna Bræðslunnar 29.07.2017.
Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.
3. Bréf:
a. Alzheimer samtökin, styrkbeiðni. Beiðninni hafnað.
4. Fundargerðir:
a. SSA 31.01.2017, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Ársalir 8.02.2017, lögð fram til kynningar.
c. Skólanefnd 7.02.2017. Hreppsnefnd tekur undir erindi varðandi úrbætur á leikskólalóð.
d. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 3.02.2017, lögð fram til kynningar.
e. HAUST 8.02.2017, lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra. Staðgreiðsluuppgjör 2016 kynnt. Rætt um verkefnið: Að vera valkostur.
Fundi slitið kl. 19.10
Jón Þórðarson Ritaði