Mánudaginn 6. mars 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur, Jón og varamaðurinn Helga Erla.
1. Samþykktir um byggðasamlagið Ársalir bs.
Samþykktirnar lagðar fram með minniháttar breytingum.
Samþykkt einróma.
2. Bréf:
a. Ísorka, um hleðslustöðvar.
Ísorka bíður þjónustu sína við rekstur hleðsulstöðvar á Borgarfirði. Hreppsnefnd hyggst afla upplýsinga hjá nágranna sveitarfélögum áður en ákvörðun er tekin.
b. Samband ísl. sveitarfélaga, boðun landsþings.
Landsþing er boðað 24. mars næstkomandi.
c. Ebí. Styrktarsjóður
Samþykkt að sækja um í umhverfisverkefni.
d. HSA minnisblað.
Áhersluatriði HSA kynnt.
e. Fornleifastofnun Íslands, um skráningu fornminja. Ákveðið að hafa samband við fyritækið og afla frekari upplýsingar.
3. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband Íslands 17.02.2017, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd, 22.02.2017, lögð fram til kynningar
c. Ársalir 23.02.2017, lögð fram til kynningar.
d. Samb. ísl. sveitarfélaga 24.02.2017, lögð fram til kynningar
e. Almannavarnanefnd Múlaþings 28.02.2017, lögð fram til kynningar.
4. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um Fjarðarborg, framkvæmdir við Þórshamar, ákveðið að klæða Þórshamar með alusinki.
Rætt um samgöngumál og eftirfarandi samþykkt.
Samgöngumál
Vegna síðustu hamfara í vegamálum vill hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps beina því til yfirvalda samgöngumála að sjá til þess að akfært verði á Borgarfjörð til jafns við önnur þéttbýli á Íslandi. Enda hefur það staðið til síðustu 20 árin.
Fundi slitið kl. 19.35
Jón Þórðarson Ritaði
Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð er til 1. apríl.