Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 20. mars 2017

Mánudaginn 20. mars 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur, Jón og varamaðurinn Helga Erla.

1. Styrkbeiðni vegna útgáfu bókar um Loðmundarfjörð.
Hreppsnefnd finnst verkefnið áhugavert en treystir sér ekki til að styrkja útgáfuna á þessu stigi.

2. Bréf:
a. Orkustofnun, tillögur að smávirkjunum.
Ákveðið að afla frekari gagna og taka erindið fyrir á næsta fundi.

3. Fundargerðir:
a. SSA, 07.03.2017, lögð fram til kynningar.
b. Svæðisskipulagsnefnd SSA 14.03.2017, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra
Sagt frá kynningu á húsnæðisáætlun frá Íbúðalánasjóði og rætt um hvernig þetta nýja kerfi getur gagnast Borgarfjarðarhreppi. Fjarðarborg, rætt um lagfæringar á eldhúsi. Framkvæmdir við Þórshamar hafnar. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið styrk kr. 20.000.000 til að hefja byggingu þjónusthúss við höfnina.

Fundi slitið kl. 19.00

Jón Þórðarson Ritaði 

Getum við bætt efni þessarar síðu?