Mánudaginn 3. apríl 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 7. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar og Jón ásamt varamönnum Helgu Erlu og Bryndísi.
1. Atvinnuaukningarsjóður, umsókn.
Helga Erla vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt.
Frestur til umsókna rann út 1.04.2017 ein umsókn hefur borist frá Birni Gíslasyni. Samþykkt að veita honum lán að upphæð kr. 960.000.
2. Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir Austurland.
Fyrirspurn frá SSA um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland. Að svo komnu máli er hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps jákvæð til samvinnu um verkefnið.
3. Deiliskipulag við bátahöfnina.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi bátahafnarinnar á Borgarfirði við Hafnarhólma.
Deiliskipulagstillagan var auglýst 22. desember 2016 með fresti til að senda inn athugasemdir til 6. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi við bátahöfnina á Borgarfirði við Hafnarhólma. Tillagan var auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4 . Breyting á aðalskipulagi vegna Geitlands.
Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu undir liðum fjögur og fimm, og var það samþykkt.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2006 – 2016. Um er að
ræða breytingu í landi Geitlands á um 11 ha. svæði þar sem
landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir
vatnsátöppunarverksmiðju og tengda starfsemi. Gert er ráð fyrir
vatnsöflun í landi Bakka.
Áætlanir gera ráð fyrir framkvæmdum við byggingu verksmiðju,
vatnstöku og boranir fyrir vatni þar sem vinnsla grunnvatns verður um
2 l/sek. Vatnsupptaka verður utan reits en borhola er í landi Bakka
sem er í eigu Borgarfjarðarhrepps.
5. Deiliskipulag Geitlands. Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu
að deiliskipulagi fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er á Geitlandi.
6. Bréf:
a. Frumvarp til laga um breytingu umferðalögum nr. 50/1987
með síðari breytingum (bílastæðagjöld).
Sveitarstjóra falið að skila inn jákvæðri umsögn um
lagabreytinguna.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Fjallað um vegamál. Ljósleiðari, rætt hefur verið við Mílu um samstarf við að leysa ljósleiðara tengingar á Borgarfirði.
Fjarðarborg, rætt um endurbætur á eldhúsi.
Rætt um hugsanlega kosti á smávirkjunum í sveitafélaginu.
Fundi slitið kl. 19.00
Jón Þórðarson Ritaði
Hreppsnefnd vill minna á að hámarkshraði er 35 km í þorpinu. Einnig má geta þess að almennar umferðar- og öryggisreglur gilda líka á Borgarfirði.