Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 18. apríl 2017

Mánudaginn 18. apríl 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, einnig sat Magnús Jónsson endurskoðandi fundinn undir lið 1.

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2016 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp og var hann samþykktur einróma.

2. Þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú. Samningurinn samþykktur einróma.

3. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband Íslands 27.03.2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Samband ísl.sveitarfélaga 24.03.2017 og 31.03.2017. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
c. Félagsmálanefnd 29.03.2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 30.03.2017, lögð fram til kynningar.
e. HAUST 05.04.2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f. Stjórn SSA 28.03.2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Bréf:
Fjölís um afritun verndaðra verka. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um þjónustuhús á Vatnsskarði, framkvæmdir við höfnina og fl.

Fundi slitið kl. 19.15
Jón Þórðarson Ritaði

Lundamóttakan 2017 verður á sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 20.00 í

Lundabúð Hafnarhólma allir velkomnir.

Getum við bætt efni þessarar síðu?