Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 02. maí 2017

Þriðjudaginn 2. maí 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2016 síðari umræða.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 149,4 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 138,1 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,4% en lögbundið hámark með álagi er 0,625%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið  hámark með álagi er 1,65% .
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 13,7 millj. kr., en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 18,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 var jákvætt um 271,1 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 244,9 millj. kr.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2016 borinnn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma. Reikningurinn liggur frammi á Hreppsstofu og verður birtur á heimasíðunni.

2.SvAust tillaga.
Tillaga um almenningssamgöngur á austurlandi.
Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.

3. Fundargerðir
a. SSA 18.04.2017, fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Bréf
a. SSA bókun um verkefni HAUST sem hafa markvist verið flutt frá svæðinu til ríkisstofnanna á höfuðborgarsvæðinu. Hreppsnefnd hefur áhyggjur af þessari þróun sem rýrir þjónustuna á svæðinu og flytur störf í öfuga átt.

5. Skýrsla Sveitarstjóra.
Rætt um framkvæmdir, tjaldsvæði, íbúðir og fl.

Fundi slitið kl. 18.50 Jón Þórðarson Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?