Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 06. júní 2017

Þriðjudaginn 6. júní 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón. Gestir fundarins Sigríður Þorgrímsdóttir og Kristján Halldórsson frá Byggðastofnun.

1.Heimsókn frá Byggðastofnun fulltrúar verkefnisins brothættar byggðir.
Kynntu verkefnið brothættar byggðir og möguleika Borgarfjarðarhrepps í tengslum við verkefnið.

2.Samningur við VHE um þjónustuhús við bátahöfnina.
Verkamningur um steyptar einingar og umsjón kynntur.

3.Umsögn um veitingu rekstrarleyfis, Blábjörg.
Hreppsnefnd samþykkir leyfið fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá leyfinu þegar umsagnir liggja fyrir.

4.Endurnýjun gúmmíkurls í Sparlhöllinni.
Tilboð hefur borist í endurnýjun gúmmíkurls, sveitarstjóra falið að skoða málið betur.

1. Erindi frá Birni Kristjánssyni
Kynning á hönnunarverkefni, hreppsnefnd tekur vel í verkefnið og lýsir sig tilbúna til viðræðna um það.

2. Fundargerðir:
a. Ársalir 03.05.2017, 16.05.2017, 31.05.2017
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b. HAUST 24.05.2017
Lögð fram til kynningar.
c. Minjasafn Austurlands 27.02.2017, 21.04.2017
Lagðar fram til kynningar.
d. Hafnarsamband Ísl. 28.04.2017
Lögð fram til kynningar.
e. Samband ísl. sveitarfél. 19.05.2017
Lögð fram til kynningar.
f. Skipulags og bygginganefnd 31.05.2017
Fundargerðin er í þrem liðum og og kresfst liður eitt ekki afgreiðslu. Undir lið tvö Geitland aðal og deiliskipulag vakti Arngrímur Viðar athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt samhljóða. Hreppsnefnd samþykkti einróma að auglýsa skipulagstillögurnar. Í þriðja lið er fjallað um breytingu á aðalskipulagi í þorpinu. Hreppsnefnd samþykkir breytingarnar einróma.

7. Skýrsla sveitarstjóra.
Lagt hefur verið parket á kaffistofuna í Fjarðarborg. Hafnarvog, rætt um fyrirkomulag viktunar. Rætt um málefni skólans.

Fundi slitið kl. 20.00

Jón Þórðarson ritaði 

Getum við bætt efni þessarar síðu?