Þriðjudaginn 6. júní 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón. Í upphafi fundar var borin upp tillaga að dagskrár breytingu sem var samþykkt einróma. Liðir eitt og tvö verða heimsóknir frá Ungt Austurland og Austurbrú aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
1.Heimsókn frá Ungt Austurland.
Margrét Árnadóttir og Dagur Skýrnir Óðinsson mættu á fundinn og greindu frá helstu markmiðum samtakanna.
2.Heimsókn frá Austurbrú.
Signý Ormarsdóttir mætti á fundinn og kynnti menningarmál samkvæmt Sóknaráætlun Austurlands.
3.Húsnæðisáætlun Borgarfjarðarhrepps.
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram, samþykkt að sveitarstjóri gangi frá áætluninni til birtingar.
4. Fundargerðir:
a. Brunavarnir á Austurlandi aðalfundur 13.06.17/Eldvarnabandalagið.
Fundargerðin samþykkt og þar með þátttaka í Eldvarnarbandalaginu.
b. Skólanefnd 21.06.17, fundargerðinni fylgir skóladagatal fyrirskólaárið. Starfsáætlun skólans verður aðgengileg á heimasíðunni á næstu dögum. Fundargerðin samþykkt.
c. SSA 16.05.17 og 20.06.17, lagðar fram til kynningar.
d. SSA/fundur um sameiginlega húsnæðisáætlun fyrir Austurland 14.06.17, lögð fram til kynningar.
a. Skólaskrifstofa Austurlands 19.06.17, lögð fram til kynningar.
5 . Skýrsla sveitarstjóra.
Að vera valkostur, rætt um verkefnið.
Athuga hreinsun á Sparkhöllinni.
Fundi slitið kl. 20.15
Jón Þórðarson ritaði