Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og Jón. Arngrímur Viðar mætti ekki.
1. Fjallskil 2017
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Sveitarstjóra falið í samráði við fjallskilastjóra að skipuleggja göngur í Loðmundarfirði.
2. Fundargerðir
a.Samtök sjávaútvegssveitarfélaga 30.05.2017 og 7.06.2017
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar
a. Samband ísl. sveitarfélaga 30.06.2017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. SSA 05.07.2017
Lögð fram til kynningar.
3. Bréf
Þjóðskrá. Tilkynning um fasteignamat 2018, hækkun mats í Borgarfjarðarhreppi er 14,3%.
4. Skýrsla sveitarstjóra.
Farið yfir stöðu framkvæmda og framhaldið.
Rætt um vegamál og oddvita falið að senda hlutaðeigandi aðilum bréf um Borgarfjarðarveg.
Fundi slitið kl. 18.25
Jón Þórðarson ritaði