Mánudaginn 4. september 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Kómedíuleikhúsið
Tilboð um að kaupa sýninguna Gísli á Uppsölum, hreppsnefnd þekkist ekki boðið að svo stöddu.
2. Fundargerðir
a. Félagsmálanefnd 15. Ágúst 2017, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 15.08.17, lögð fram til kynningar.
3. Skýrsla seitarstjóra.
Rætt um leiguíbúðir hreppsins, ákveðið að sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði vegna kaupa og endurnýjunar á Þórshamri.
Rætt um Veiðifélag Fjarðarár sem Borgarfjarðarhreppur er aðili að, samþykkt að óska eftir fundi í félaginu til upplýsingar fyrir eigendur.
Farið yfir verkefnið brothættar byggðir. Drepið á hættulegt ástand vegarins útí Höfn, og sjávarútvegsmál.
Fundi slitið kl. 19.00
Jón Þórðarson ritaði