Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 18. september 2017

Mánudaginn 18. september 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 14. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur og Jón ásamt varamönnum Helgu
Erlu og Bryndísi.
Í upphafi fundar minntist oddviti Magnúsar Þorsteinssonar.

1. Auglýsing um byggðakvóta 2017/2018
Hreppsnefndin samþykkir að sækja um byggðakvóta 2017/2018

2. Aðalfundur HAUST 2017
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Bjarni Sveinsson

3. Bréf
a. Ósk um leigu á Borgarfjarðarflugvelli
Kolbeinn Ísak Hilmarsson óskar eftir að leigja völlinn, samþykkt að taka upp viðræður um málið.
b. Fyrirspurn um lóð, því er beint til viðkomandi að senda umsókn með upplýsingum og frumteikningu til byggingafulltrúa.

4. Fundargerðir
a. Samband ísl. sveitarfélaga 01.09.2017, lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband 25.08.2017, lögð fram til kynningar.
c. Minjasafn Austurlands 05.09.2017, lögð fram til kynningar.
d. SSA 29.08.2017, lögð fram til kynningar.
e. Fundur um sameiginlega húsnæðisáætlun fyrir Austurland 07.09.2017, lögð fram til kynningar.
f. HAUST 06.09.2017, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um stöðuna í sauðfjárrækt sem veldur hreppsnefnd verulegum áhyggjum vegna áhrifa á búsetufestu í sveitarfélaginu.
Framkvæmdir við þjónustuhús við höfnina, stefnt að uppsteypu á árinu.
Rætt um úrbætur á tjaldsvæði sem lét mjög ásjá í rigningum í lok júlí.
Farið yfir verslunarmál vegna lokunar búðarinnar.

Fundi slitið kl. 19.15

Jón Þórðarson ritaði 

Getum við bætt efni þessarar síðu?