Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 02. október 2017

Mánudaginn 2. október 2017 kl: 17:00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 15. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og Jón ásamt varamanni Bryndísi.

1. Kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga 28.10.2017
Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskrá þegar kjörskrárstofn liggur fyrir.

2. Fulltrúar heimamanna í verkefnisstjórn Brothættra byggða.
Kynningarbréf frá Byggðastofnun um vegna verkefnisins brothættar byggðir fylgir þessari fundargerð. Íbúar eru kvattir til að taka taka þátt í vali tveggja fulltrúa í verkefnsisstjórn.

3. Fundargerðir:
a. Ársalir 20.09.2017, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd 19.09.2017, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra.
SSA aðalfundur á Breiðdalsvík, farið yfir helstu mál sem voru til afgreiðslu. Rætt um framkvæmdir við höfnina og viðhald stíga í Álfaborginni og fl.

Fundi slitið kl. 18.30

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?