Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 06. nóvember 2017

Mánudaginn 6. nóvember 2017 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helga Erla og Jón ásamt varamanninum Bryndísi. Helga Erla hefur tekið sæti Arngríms Viðars sem er fluttur úr sveitarfélaginu. Júlía Sæmundsdóttir nýr félagsmálastjóri var gestur fundarins.

1. Fjárhagsáætlun 2018
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 16. nóvember.

2. Útsvarsprósenta 2018
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52% sem er hámarksálagning.

3. Fasteignagjöld 2018
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000- á íbúð, veitingasölur kr. 25.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu. 
Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000- FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró.
Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati.
Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt einróma.

4. Kjörstjórnarlaun
Kjörstjórnarlaun, ákveðin kr. 50.000 vegna kosninga á árinu.

5. Fundargerðir
a. HAUST 11.10.2017, lögð fram til kynningar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 27.10.2017, lögð fram til kynningar.
c. Hafnarsamband 25.10.2017, lögð fram til kynningar.
d. Félagsmálanefnd 17.10.2017, lögð fram til kynningar.
e. Ársalir 27.10.2017, lögð fram til kynningar.
f. Brothættar byggðir 1.11.2017, stefnt að íbúaþingi á Borgarfirði 9.-10 desember.

6. Bréf
a. Stígamót, erindi vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

7. Skýrsla sveitarstjóra.
Upplýst um framkvæmdir.

Fundi slitið kl. 19.35

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?