Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

23. fundur 19. desember 2016

Mánudaginn 19. desember 2016 kl: 17.00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 23. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Ólafur, Arngrímur Viðar og Jón, Helga Erla í stað Jakobs og Helga Hlyns.


1. Fulltrúar Vegagerðarinnar Sveinn Sveinsson, Magnús Jóhannsson og Anna Elín Jóhannsdóttir mættu á fundinn og ræddu kostnaðar tölur og stöðu hönnunar á malarköflum á Borgarfjarðarvegi. Einnig rætt um mögulegar lagfæringar á Hafnarvegi.

2. Aðalskipulagsbreyting, Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016. Um er að ræða breytingu á tveimur svæðum. Breytingu á lóðum Bakkavegar 2 – 12 en með tillögunni breytist svæðið í íbúasvæði. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð (FB-1). Með tillögunni breytist einnig lóð milli Borgar og Laufáss í íbúasvæði en í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnanir (BS9). Með breytingunum stækkar íbúasvæði í Bakkagerði.
Hreppsnefnd hefur farið ítarlega yfir þær athugasemdir sem fram komu við kynningu á skipulagslýsingu fyrir þessum breytingum og leitast við að koma til móts við þær eins og kostur er.
Hreppsnefnd er auk þess reiðubúin að veita aðstoð við úrbætur á lóð Strompleysu.

3. Deiliskipulag Hafnarsvæðis.
Farið yfir aðra útgáfu af Deiliskipulagi hafnarsvæðis við Hafnarhólma, hreppsnefnd samþykkir tillöguna einróma og setur hana í auglýsingu.

4. Erindi frá Logos lögmannsþjónustu.
Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Samþykkt einróma.
Óskað er eftir meðmælum Borgarfjarðarhrepps með sölu á lóð úr Geitlandi til Pawan Mulkikar. Einróma samþykkt að veita umbeðin meðmæli.

5. Fundargerðir:
a. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 24.11.2016, lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband Íslands 07.12.2016, lögð fram til kynningar.
c. Ársalir 13.12.2016, lögð fram til kynningar.
d. HAUST 07.12.2016. lögð fram til kynningar.
e. SSA 29.11.2016, lögð fram til kynningar.
f. Félagsmálanefnd 14.12.2016, lögð fram til kynningar.
1. Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdum við bílastæði er að ljúka.



Fundi slitið kl. 19.40
Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?