Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

22. fundur 05. desember 2016

Mánudaginn 5. desember 2016 kl: 17.00 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 22. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Fjárhagsáætlun 2017 með þriggja ára áætlun 2018-2020 síðari umræða
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 54.758
Framlög Jöfnunarsjóðs 33.433
Aðrar tekjur 29.602
Tekjur samtals 117.793
Gjöld 115.555
Fjármagnstekjur (1.059)
Rekstrarniðurstaða 1.179
Veltufé frá rekstri 11.031
Fjárfesting ársins 20.279
Helsta fjárfesting er Þjónustuhús við höfnina.

2. Tryggingar. Kynnt tilboð í endurnýjun trygginga Borgarfjarðarhrepps hjá VÍS, sveitarstjóra falið að endurnýja samningin.

3. Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“
Samþykkt að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 24.000

4. Fundargerðir:
a. Haust aðalfundur 02.11.16, lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd 16.11.2016, lögð fram til kynningar.
c. Samband ísl. sveitarfélaga 25.11.2016, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Hraðhleðslustöð, Orkusalan afhenti Borgarfjarðarhreppi nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla.
Framkvæmdum við Hólmagarð lokið.



Fundi slitið kl. 18.30
Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?