Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

21. fundur 21. nóvember 2016

Mánudaginn 21. nóvember 2016 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 21. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
Tillaga um dagskrárbreytingu að viðauki við fjárhagsáætlun 2016 verði settur á dagskrá sem liður nr 2. og aðrir liðir færist aftur sem því nemur. Samþykkt einróma.

1. Fjárhagsáætlun 2017, fyrri umræða með þriggja ára áætlun.
Áætlunin rædd, borin upp og samþykkt til annarrar umræðu.

2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2016
Breytingar á fjárfestingu:
a. Eignasjóður, lækkun vegna gatnagerðar 2,0 millj. kr.
b. Vatnsveita, lækkun vegna vatnsveitu 0,5 millj. kr.
c. Eignasjóður, lækkun vegna Þjónustuhúss á Vatnsskarði 2,5 millj. kr.
d. Hafnarsjóður, hækkun vegna þjónustuhúss í höfn 5,9 millj. kr.
Breytingar á rekstrarkostnaði:
a. Málaflokkur 11 Umhverfismál. Hækkun vegna viðgerða á stígum í fólkvangi 1,2 millj. kr.
b. Málaflokkur 12. Hækkuð launakostnaðar vegna Sóknaráætlunar Borgarfjarðarhrepps „Að vera valkostur“ 2,3 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða:
Handbært fé, breyting:
Rekstrarhagnaður mun lækka um 3,5 m. kr. og verða 0,4 millj. kr.
Framangreind útgjöld verða fjármögnuð af handbæru fé. Handbært fé mun lækka um 4,4 m. kr. Og verða 52,9 milj. kr.


3. Fundargerðir:
a. Skólaskrifstofa Austurlands, stjórn 04.11.2016 og aðalfundur 04.11.2016, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b. Ársalir 10.11.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Svæðisskipulagsnefnd SSA 8.11.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
d. Hafnarsamband Íslands 11.11.2016, lögð fram til kynningar.
e. Aðalfundur Héraðsskjalasafn 3.11.2016, lögð fram til kynningar.

4. Bréf:
a. Orkuskipti á Austurlandi erindi frá Austurbrú. Lagt fram til kynningar.


5. Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdum við Hólmagarð lokið. Framkvæmdir hafnar við bílastæði og húsgrunn í höfninni.


Fundi slitið kl: 18.45

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?