Mánudaginn 7. nóvember 2016 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón
1. Fjárhagsáætlun 2017
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 15 nóvember.
2. Útsvarsprósenta 2017
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52% sem er hámarksálagning.
3. Fasteignagjöld 2017
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000- á íbúð, kr. 10.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 25.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu. Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000- FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt einróma.
4. Fulltrúi í samgöngunefnd SSA, athugasemd er gerð af hálfu SSA um að Jakob Sigurðsson hafi setið of lengi í samgöngunefnd.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur kosið Jakob Sigurðson sem sinn fulltrúa í samgöngunefnd og mun það standa nema bent verði á hvaða lagbókstafur er brotinn. Samþykkt samhljóða.
5. Byggðakvóti 2016/2017
Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það fellt.
Í bréfi Atvinnu og nýsköpunarráðuneytis 31.10.2016 er vísað til umsóknar Borgarfjarðarhrepps um byggðakvóta 2016/2017 og sveitarfélaginu úthlutað 71 þorskígildistonni, sem er 15 tonnum minna en á síðasta ári.
Samþykkt að Fiskistofa úthluti kvótanum eftir gildandi reglum.
6. Fundargerðir
a. SSA 20.09.2016, 6.10.2016, 8.10.2016 og 1.11.2016
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b. Samtök sjávaútvegssveitarfélaga 23.09.2016
Lögð fram til kynningar.
c. Hafnarsamband 12.10.2016
Lögð fram til kynningar
d. Félagsmálanefnd 19.10.2016
Lögð fram til kynningar.
e. Brunavarnir 14.10.2016
Lögð fram kynningar.
7. Bréf
a. Stígamót, fjárbeiðni vísað til fjárhagsáætlunar.
1. Skýrsla sveitarstjóra.
Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna byggingar við höfnina hefur verið send. Viðgerð á stíg í Álfaborg langt komin. Viðgerð á Hólmagarði klárast væntanlega í næstu viku.
Að vera valkostur, fulltrúar úr verkefnisstjórn komu á fundinn og sögðu frá rástefnuhaldi í síðustu viku, og fóru yfir áhersluatrið í verkefninu s.s. húsnæðismál.
Fundi slitið kl. 19.15
Jón Þórðarson
Ritaði