Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

18. fundur 17. október 2016

Mánudaginn 17. október 2016 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 18. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón

1. Ásbrún 2
Ein umsókn hefur borist, sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi.
2. Vatnworks Iceland, ósk um leyfi til takmarkaðrar vatnstöku í landi Bakka. Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur bréf frá félaginu dags. 11.10.16 einnig var haldin fundur með forsvarsmönnum félagsins og fulltrúum Borgarfjarðarhrepps þar sem fram kom að umrætt vatnsmagn er 1-2 l/sek. Félagið óskar leyfis til borana efttir köldu vatni í landi sveitarfélagsins utan Bakkaár og afnota af slíku vatni í starfsemi félagsins. Hreppsnefnd samþykkir að verða við beiðninni, með fyrirvara um samþykki ábúenda Brekkubæjar sem hefur landið á leigu.
3. Umfb, um leigu á gamla leikskólanum.
Samþykkt að fella niður leigu út árið, leiga 2017 verði kr. 50.000.
4. Þórshamar, verðmat.
Húsið er í sameign Borgarfjarðarhrepps og Fasteigna ríkisins 25:75.
Hreppsnefnd mun gera úttekt á húsinu, ástandi og viðhaldsþörf með kaup í huga.
5. Bréf:
a. Snorraverkefnið, ósk um stuðning. Beiðninni hafnað.
b. Vegagerðin Gilsárvallavegur, lagt fram til kynningar.
c. Innanríkisráðuneytið: Form og efni viðauka við fjárhagsáætlanir, lagt fram til kynningar.
1. Fundargerðir:
a. Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu 03.10.16, lögð fram til kynningar.
b. Skipulags og bygginganefnd 14.10.16. Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin fjallar um aðalskipulagslýsingu vegna fyrirhugaðara framkvæmda í landi Geitlands. Lagt er til við hreppsnefnd að fyrirliggjandi lýsing verði auglýst og kynnt.
Hreppsnefnd fellst á að fyrirliggjandi lýsing verði auglýst og kynnt.


7. Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir við Hólmagarð hafnar. Verðkönnun vegna bílastæða og göngustíga við höfnina hefur farið fram. Sveitarstjóra falið að semja við lægstbjóðanda.
Hreppsnefnd fagnar auknu framlagi í Borgarfjarðarveg á samgönguáætlun.

Fundi slitið kl. 19.05


Jón Þórðarson
Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?